Tveir vinsælustu tónlistarmenn landsins, þeir Helgi Björns og Ingó Veðurguð verða í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans um verslunarmannahelgina.
Helgi Björns verður með verslunarmannahelgar útgáfu af Heima með Helga, þættinum sem hélt okkur svo eftirminnilega gangandi í gegnum skemmtanabannið í vetur og vor. Eins og áður er það leyndarmál hverjir eru gestir Helga í þessari tveggja daga seríu en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði laugardags- og sunnudagskvöld milli 20:00 og 21:30
Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma öskuglaðir heim þá verður álfadrottning Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað. Þá verður loksins hægt að grilla aspas úti og er mikil tilhlökkun í hópnum að fá nú smá sumar útgáfu af þessum skemmtilega mat. “Við ætlum að grilla fyrir bandið og gera smá sumarhátíð útúr þessu fyrir okkur. Það er tilhlökkun í hjörtum okkar að “hitta” þjóðina aftur, gleðjast og syngja saman” Segir Helgi sem hlotið hefur mikið lof og þakklæti fyrir útsendingarnar í vor.