Þátturinn heima með Helga sem er á dagskrá Sjónvarps Símans klukkan 20:00 í kvöld verður með breyttu sniði. Í kvöld verða sýnd valin myndskeið úr þáttunum hans Helga það sem af er ári.. Einn aðalgesta þáttarins um helgina var sendur í sóttkví í morgun en hann hefur þó ekki sýnt nein einkenni.
„Fyrst og fremst vildum við fara að öllu með gát. Það er ekki ástæða til að óttast neitt en full ástæða til að fara varlega. Það kemur í ljós á næstu sólarhringum hvernig þetta þróast. Þangað til og eins og alltaf þá er bara að hlýða Víði” segir Helgi sjálfur.
„Við vorum búin að búa okkur undir að þessi staða gæti komið upp og við erum með viðbragðsáætlun sem var virkjuð núna um 11:30 í morgun, nokkrum mínútum eftir að við fengum þessar fréttir” segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. En eins og fram kom að ofan verður þátturinn á sínum tíma en ólíkt lifandi útsendingu verða send brot af bestu flutningum Helga og hans gesta það sem af er hausti.