„Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Maður fyllist auðmýktar og eftir að hafa fengið ítrekaðar óskir um að endurtaka leikinn þá gat ég ekki annað en samþykkt það. Enda alveg óbókaður líka þá,” Segir Helgi brosir.
“Manni virðist að einmitt þessi uppsetning, svona heimilislegt og afslappað hafi lagst vel í áhorfendur þannig að við ætlum bara að halda þessu á sömu nótum, alveg óþarfi að skipta um formúlu. Við höfum þetta einfalt og bjóðum heim í stofu og sýnum í Sjónvarpi Símans, á útvarpsstöðinni K100 og streymum á Mbl.is.
