Helgi Björns og Reiðmenn vindanna halda áfram að skemmta þjóðinni ásamt vel völdum gestum. Við höldum uppteknum hætti og bjóðum landsmönnum upp á kvöldvöku heima í stofu, í stærsta partý helgarinnar.
Útsendingin hefst á morgun klukkan 20.00 og verður eins og áður í beinni útsendingu og opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans, á Mbl.is og svo geta allir hlustað á útvarpsstöðinni K100.