Það þarf vart að kynna þjóðargersemina Boga Ágústsson, sem er tíður gestur á heimilum landsmanna. En það þekkja kannski færri persónuna Boga sem er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Bogi er sagnfræðingur að mennt og skipstjórasonur sem ólst upp í Vesturbænum. Hann starfaði ungur að árum sem háseti hjá Eimskip, og er því vel sigldur og lumar á hafsjó af þekkingu þegar kemur að sögu lands og þjóðar. Við kynnumst Boga betur í nýjasta þættinum af Hver ertu?
Nýr þáttur af Hver ertu? kemur hvern fimmtudag í Sjónvarp Símans Premium og er sýndur í opinni dagskrá kl 20 á fimmtudagskvöldum í Sjónvarpi Símans.