Í framhaldsþáttum Lifum lengur er fjallað er um langlífi í þremur löndum sem skilgreind hafa verið af erlendum rannsakendum sem langlífustu svæði heims eða The Blue Zones. Löndin sem eru heimsótt eru Loma Linda Í Kaliforníu, gríska eyjan Icaria og ítalska eyjan Sardinia. Samkvæmt áratuga rannsóknum vísindamanna lifa þessar þjóðir lengur að meðaltali 7-10 árum lengur en fólk annars staðar og fá færri sjúkdóma.