Hér er listi yfir nokkur atriði sem gott er að huga að. Tikkaðu í boxin og tryggðu þér áhyggjulaust frí.
- Setja símsvarakveðju á símkerfið.
- Áframsenda tölvupósta á þá aðila sem verða á skrifstofunni.
- Setja sjálfvirka kveðju á tölvupóstinn sem fer til ytri og innri aðila (Out of office kveðja). Hér má sjá leiðbeiningar fyrir viðskiptavini sem eru með Fyrirtækjapóst hjá Símanum.
- Eru gögnin þín aðgengileg hvar sem er, þarftu VPN aðgang eða ertu með gögnin geymd í skýinu?
- Uppfærðu dagbókina þína, færðu til bókaða fundi/tíma og settu fríið í dagbókina svo ekki sé hægt að bóka þig í fríi.
- Finna 4G hnetuna og passa að hún sé hlaðin og hleðslusnúra sé meðferðis.
- Fylltu á gagnamagnið fyrir ferðalagið.
- Hafa tilbúinn hleðslukubb fyrir tækin þín svo þú verðir ekki sambandslaus á ferðinni.
- Taka með þráðlausa myndlykilinn sem þú getur tengt í bústaðnum eða bara hvar sem er. Mundu líka eftir fjarstýringunni.
- Setja saman lista á Spotify fyrir bílferðina.
Viðskiptavinir í Símavist geta stillt hringiflutninginn í símtækinu sjálfu eða í tölvusímanum. Opnunartíma og frösum er hægt að breyta í „Kerfisstjóranum“. Ef þig vantar aðstoð þá er netfangið okkar hjalp@siminn.is og númerið 8004000, val 2.
Að lokum hvetjum við þá sem skráðir eru sem tengiliðir bakvið búnað í þjónustu að tilkynna okkur hver taki málin áfram í ykkar fjarveru, þannig tryggjum við að þú njótir sumarsins í öruggum höndum Símans
"