Á siminn.is eru notaðar vefkökur til að bæta vefinn, sjá nánar.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Til baka
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Fréttir
2020-04-08
Íslenskt efni í Premium um páskana
Við höfum bætt við glás af íslensku efni í Sjónvarp Símans Premium fyrir páskana. Þar fer fremst í flokki Jarðarförin mín, glæný leikin þáttaröð með Ladda í aðalhlutverki og svo verður Helgi Björns á sínum stað á laugardagskvöldið.
Við höfum bætt við glás af íslensku efni í Sjónvarp Símans Premium fyrir páskana. Þar fer fremst í flokki Jarðarförin mín, glæný leikin þáttaröð með Ladda í aðalhlutverki og svo verður Helgi Björns á sínum stað á laugardagskvöldið.
Andspænis dauðanum áttar Benedikt sig á því að hann hefur kastað lífi sínu á glæ. Til að bæta upp fyrir það ákveður hann að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin jarðarför. Jarðarförin mín er gráglettin þáttaröð með Þórhalli Sigurðssyni, eða Ladda eins og flestir þekkja hann, í aðalhlutverki. Laddi sýnir á sér nýja hlið í þessari ljúfsáru en alvörugefnu þáttaröð. Sjáðu brot úr þáttunum hér fyrir neðan.
Þáttaröðin er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn er sýndur á Páskadag kl. 20.00.
"
Leiðin að Níu lífum
Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Mortens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver erum við?
Í þessari heimildamynd sem er komin í Sjónvarp Símans Premium er farið yfir leiðina að þessari stórsýningu. Leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir leggja allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.
No items found.
Helgi Björns býður aftur heim
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna verða með tónleika heima í stofu hjá landsmönnum líkt og fyrri laugardagskvöld og geta landsmenn því sameinast í söng við sjónvörpin. Helgi mun ásamt gestum syngja nokkur af sínum þekktustu lögum ásamt vinsælum dægurlagaperlum. Tónleikarnir hefjast kl.20:00 í opinni dagskrá á laugardagskvöld í Sjónvarpi Símans og þeim verður streymt á mbl.is og útvarpsstöðinni K100.
Áhrifarík heimildamynd
Guðrún Dröfn Emilsdóttir var ættleidd af íslenskum foreldrum við fæðingu en kemst síðar að því að blóðfaðir hennar er af ættbálki OTOE indjána í Norður Ameríku. Hún einsetur sér að finna hann og fjölskyldu sem hún á meðal ættbálksins. Einnig hyggst hún sækja um inngöngu í ættbálkinn og verða fullgildur meðlimur OTOE ættbálksins.
Myndin er komin í Sjónvarp Símans Premium.
Ferðalag um franska matargerð
Læknirinn geðþekki og áhugakokkurinn, Ragnar Freyr Ingvarsson, leggur nú land undir fót og ferðast með okkur til Frakklands þar sem hann eldar frábæran mat og drekkur með því unaðsleg vín og aðra drykki. Ákaflega vandaðir þættir þar sem Læknirinn í eldhúsinu sýnir okkur allt það sem okkur dreymir um í ferðalögum, mat og drykk.
Þátturinn er kominn í Sjónvarp Símans Premium. Bon Appétit!
60 ára ástarsaga
Ólafur Björn Guðmundsson orti ástarljóð til konu sinnar, Elínar Maríusdóttur, yfir 60 ára tímabil. Barnabarn þeirra, Anna María Björnsdóttir samdi og gaf út tónlist við ljóðin og gaf út á plötunni "Hver stund með þér". Anna María sá þessi ljóð fyrst eftir að afi hennar og amma voru bæði fallin frá en þau geyma mikinn fjársjóð um ást sem getur vaxið og dafnað í heila mannsævi.
Myndin er komin í Sjónvarp Símans Premium.
Ólafur Arnalds í Hörpu
BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds lauk viðburðaríku ári með tónleikum í Eldborg sem voru hluti af metnaðarfullu tónleikaferðalagi hans árið 2018. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Evrópu og Norður Ameríku í vor en uppselt var á þá alla, m.a. í hinu fornfræga tónleikahúsi Royal Albert Hall í London. Með Ólafi á sviði eru strengjakvartett og slagverksleikari en miðpunktur tónleikanna eru tvö sjálfspilandi píanó.
Tónleikarnir eru komnir í Sjónvarp Símans Premium.
Stuðmenn: Í öllu sínu Fullveldi
Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, fagnaði 100 ára afmæli fullveldisins með metnaðarfyllstu tónleikum sínum til þessa. Ný lög í bland við vinsælustu lög þessarar ástsælustu og langlífustu sveitar Íslandssögunnar. Sérhvert lag höfðar til tiltekinna áratuga og viðburða þar sem tónlistin, myndheimurinn og leikhúsið kallast á sem aldrei fyrr.
Tónleikarnir eru komnir í Sjónvarp Símans Premium.
Jack Magnet
Upptaka frá mögnuðum tónleikum með Jakobi Frímann sem Jack Magnet í Bæjarbíói er komin í Sjónvarp Símans Premium. Þar spilar Jakob ásamt gestum lög af plötunni Horft í roðann. Platan var gefin út 1976 og var ekki fáanleg á Íslandi í áratugi en var endurútgefin í tengslum við tónleikana síðasta vor. Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki og ekki ómerkari tónlistarmaður en Phil Collins lagði honum lið við hljóðfæraleikinn á sínum tíma.
Á tónleikunum í Iðnó stigu á svið þau Valdimar, Dísa Jakobs, Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Róbert Þórhallsson og Þorvaldur Þór Þorvaldsson ásamt hljómsveit.
Opinská og grenjandi fyndin leiksýning
Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Fyrsta kossinum, fyrsta stefnumótinu, fyrstu ástinni, fyrstu ástarsorginni og að sjálfsögðu fyrstu kynlífsreynslunni. Fyrsta skiptið er spennandi, opinská og skemmtileg leiksýning um allt sem við þorum ekki að tala um. Sýningin fékk alveg frábærar viðtökur þegar hún var sýnd í Gaflaraleikhúsinu fyrir fullu húsi og var valin ein af sýningum ársins 2019 af Morgunblaðinu.
Höfundar og leikarar eru ungmenni sem hafa skapað sér nafn í íslenskum leik- og skemmtibransa. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir sem hefur getið sér gott orð fyrir frábærar leiksýningar fyrir ungt fólk.
Sýningin er komin í Sjónvarp Símans Premium.
No items found.
Sjónvarp Símans Premium
Sjónvarpsþjónusta Símans er lykillinn að öllu því skemmtilega sem þú getur fundið í sjónvarpinu þínu. Þú getur bætt við úrvali af áskriftum svo sem Sjónvarpi Símans Premium, Síminn Sport og erlendum stöðvum.