Að keppa um það að vera best í heimi er nokkuð sem fá okkar gera í alvörunni, hvað þá að ná þeim rosalega titli. Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein örfárra sem þekkir tilfinninguna að vera best í heimi í Crossfit og alla daga keppir hún að því að verða best einu sinni enn.
Katrín Tanja er næsti gestur Með Loga. Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudag og er einnig sýndur í opinni dagskrá kl. 20 sama dag.