LÍFIÐ ER NÚNA er skemmtiþáttur og vitundarvakning fyrir Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þátturinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans kl. 20 á fimmtudagskvöld.
Kynnar kvöldsins verða þau Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdóttir en auk þeirra stíga á stokk fjölmörg af vinsælustu skemmtikröftum og tónlistarfólki landsins.
LÍFIÐ ER NÚNA - húfan í verslunum Símans
Einnig er hægt að styðja við átakið með því að kaupa "Lífið er núna" húfuna sem er í sölu í verslunum okkar. Allur ágóði rennur beint í starfsemi Krafts.