Ný þáttaröð Með Loga er farin af stað og telur hún sex þætti. Fyrri þáttaraðir hafa vakið talsverða lukku en Logi Bergmann Eiðsson stýrir þessum skemmtilega viðtalsþætti. Hann fær til sín spennandi og áhrifamikla einstaklinga sem teknir eru tali með einlægum en léttum hætti eins og Loga einum er lagið.
Þáttaröðin Með Loga snýr aftur í Sjónvarp Símans Premium. Áhugaverðir þættir þar sem Logi fær til sín spennandi og áhrifamikla einstaklinga.