"
Heima með Helga Björns hefur hitt beint í mark hjá söngelskri þjóð á laugardagskvöldum. Á þessari síðustu kvöldvöku ætla Helgi og Reiðmenn vindanna að telja í sívinsæl lög eins og enginn sé morgundagurinn, innblásnir af þakklæti fyrir frábærar viðtökur.
Útsendingin hefst klukkan 20.00 á laugardag og verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans, á Mbl.is og í útvarpinu á K100.