Matt James var kynntur sem þátttakandi í nýjustu Bachelorette þáttaröðinni með Clare Crawley. Þeirri þáttaröð var hins vegar frestað vegna COVID-19, áður en tökur fóru af stað.
Bachelorette mun halda sínu striki síðar á árinu en ljóst þykir að James verði ekki meðal keppenda, þar sem hann mun fá sína eigin þáttaröð.
The Bachelor, The Bachelorette og Bachelor in Paradise eru meðal vinsælustu þátta í Sjónvarpi Símans Premium og því ljóst að margir Íslendingar bíða spenntir eftir að sjá Matt James í leit að ástinni.