Penny Dreadful: City of Angels er spennandi þáttaröð sem gerist í Los Angeles árið 1938. Borgin iðar af lífi en það ríkir á sama tíma mikil spenna á meðal borgarbúa. Þegar óhugnanlegt morð skekur samfélagið, sogast lögreglumennirnir Tiago Vega og Lewis Michener inn í epíska atburðarás sem endurspeglar magnaða sögu borgarinnar á sama tíma. Sögu sem fær hárin til að rísa.
Fyrsti þáttur er kominn í Sjónvarp Símans Premium og svo bætist við nýr þáttur í hverri viku. Þættirnir eru sjálfstætt framhald af Penny Dreadful.