Þann 16. maí hefjast sýningar á þáttunum „Greatest Heists With Pierce Brosnan“ á History Channel sem er ein af fjölmörgum erlendum sjónvarpsstöðvum sem finna má í Sjónvarpi Símans. James Bond sjálfur mun þar rýna í skipulagningu, framkvæmd og eftirmála margra sögufrægustu rána heims. Meðal atburða sem tekin eru fyrir í þáttunum má nefna ránið í Gardner listasafninu, hinu svokallaða „ráni aldarinnar“ þegar demöntum var rænt í Antwerpen árið 2012 og hinu sögufræga Lufthansa ráni sem m.a. var innblástur að kvikmynd Martin Scorcese Goodfellas.
Í fyrsta þættinum þann 16. maí verður farið aftur til ársins 1971 og Pierce Brosnan segir áhorfendum frá hinu ótrúlega Baker Street ráni þar sem Sherlock Holmes sjálfur og radíó amatör kemur við sögu.
History Channel má finna á rás 60 í Sjónvarpi Símans sem fylgir með Heimilispakkanum og er hluti af Síminn Heimur Grunnur (14 erlendar sjónvarpsstöðvar) og Síminn Heimur Allt (54 erlendar sjónvarpsstöðvar).