Símamótið fer fram helgina 7.-10. júlí og er þetta í 38. sinn sem það er haldið. Mótið er það fjölmennasta á Íslandi, en yfir 3.000 hressar knattspyrnustúlkur leggja leið sína í Kópavoginn til að keppa yfir 1.600 leiki. Síminn er stoltur styrktaraðili mótsins og erum við þakklát fyrir að taka þátt í að efla kvennaknattspyrnu á Íslandi, en all flestar af okkar fremstu og færustu knattspyrnukonum hófu einmitt ferilinn á mótinu.
Mótið verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Síminn Sport svo við hvetjum öll til að fylgjast með stelpunum okkar sýna sína snilldartakta á vellinum, hvort sem er í Kópavogi, eða á sófanum heima.
Áfram stelpur!