Almannavarnir hafa farið yfir á neyðarstig vegna eldgoss í námunda við Grindavík. Það þýðir að Síminn er einnig á neyðarstigi enda innviðir og þjónusta Símans mikilvæg íbúum, viðbragðsaðilum og vísindafólki. Starfsfólk Símans vinnur því náið með Almannavörnum, Neyðarlínunni og öðrum viðbragðsaðilum ásamt öðrum fjarskiptafyrirtækjum að vakta mikilvæga innviði og tryggja að hlutirnir virki hvað best þegar að mest á reynir.
Umfremd fjarskiptainnviða á Reykjanesi er góð, umferð fjarskipta getur flætt á marga vegu án þess að rof á einum stað hafi víðtæk áhrif því hægt er að beina umferðinni aðrar leiðir renni t.d. hraun yfir innviði í jörðu.