Verðbreytingar
Frá og með 1. nóvember 2021 leggur Síminn niður áfyllingar á inneignum með skafmiðum fyrir farsímanúmer í Frelsi. Skafmiðar sem nú þegar eru í umferð renna því út þann 1. nóvember 2021.
Notkun skafkorta hefur snarminnkað, nær allar áfyllingar fara fram í dag með rafrænum hætti og framleiðsla skafkorta og flutningur á þeim er ekki umhverfisvænn. Því hefur Síminn ákveðið að hætta með skafkort frá og með 1. nóvember 2021.
Einfalt er að kaupa áfyllingar á heimasíðu Símans sem og í Síma-appinu.
Ef þig vantar aðstoð vegna áfyllinga geturðu alltaf haft samband á netspjalli hér á siminn.is eða í síma 800 7000.