
Norrænar glæpasögur hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim á undanförnum árum en margar eiga þær sameiginlegt að vera sagðar út frá sjónarhorni lögreglunnar í myrku landslagi norðursins. Sögurnar eru margar hverjar siðferðilega flóknar og sálrænar ástæður liggja ósjaldan að baki glæpunum eða í persónugerð lögreglunnar sem fer með rannsóknina.
Norrænu glæpasögurnar eiga það sameiginlegt að í þeim bregður ósjaldan fyrir nákvæmum lýsingum á skuggahliðum samfélagsins en sögurnar þykja einnig gefa skemmtilega mynd af skandínavískum veruleika en ýmsar glæpasögur eru ádeilur og taka á fordómum, þöggun og göllum hvers samfélags.