Sögur sem breyta heiminum er ný viðtalsþáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium. Þorsteinn J. ræðir við fjóra einstaklinga sem tóku ákvörðun sem breytti lífi þeirra. Þetta eru fjórir ólíkir og forvitnilegir viðmælendur sem eiga það sameiginlegt að hafa merkilega sögu að segja.
Viðmælendur eru Tino Nardini veitingamaður, Ágústa Ágústsdóttir bóndi, Karen Eva Harðardóttir pastry chef Apóteksins og Arnar Már Jónsson alþjóðlegur hönnuður. Allir þættirnir eru komnir í Sjónvarp Símans Premium.