Nú geta viðskiptavinir okkar sem koma í verslanir okkar í Ármúla og Smáralind farið inn á numer.siminn.is og tekið rafrænan miða. Það er því óþarfi að standa inni í verslun meðan þú bíður eftir að röðin komi að þér. Þú getur til dæmis beðið úti í bíl eða rölt um Smáralind. Þú einfaldlega fylgist með biðinni í símanum þínum.
Við tökum svo vel á móti þér þegar kemur að þér í röðinni.