Þögul tár er áhrifarík heimildarmynd sem fjallar um sjálfsvíg á Íslandi frá ýmsum hliðum. Í myndinni er meðal annars rætt við fólk sem hefur upplifað alvarlegar sjálfsvígshugsanir- og tilraunir og varpað ljósi á líf aðstandenda eftir að sjálfsvíg hefur átt sér stað.
Myndin er komin í Sjónvarp Símans Premium.
Við minnum á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717 og viðtalsþjónustu og sólarhringssíma Píeta samtakanna 552-2218 fyrir fólk sem upplifir sjálfsvígshugsanir.