Þung skref - Saga Heru Bjarkar
Hera Björk er ein þekktasta söngkona þjóðarinnar og stjarna hennar hefur margoft skinið skært. En vaxandi þyngd hennar var farin að valda henni mikilli vanlíðan.
Í myndinni kristallast samspil líkamans og hugans þar sem það reynir harkalega á andlegu hliðina að fara í gegnum slíkar breytingar á líkamanum. Hera Björk opnar sig upp á gátt og hleypir okkur inn í sitt innsta sálarlíf þar sem mikil barátta fer fram, nýr veruleiki blasir við en líka ótti við hina nýju Heru sem lítur smátt og smátt dagsins ljós.
“Þau voru þung skrefin sem komu mér alla leið á skurðarborðið en nú þegar aðgerðin er afstaðin vona ég að framundan séu bjartari tímar en ég veit líka að lífið mun áfram reyna á mig, og þá ekki síst andlegu hliðina.” -Hera Björk