Við hjá Símanum erum stolt af okkar starfsfólki sem fær frábærar hugmyndir, og ganga í málin og láta þær hugmyndir verða að veruleika. Þannig hefur tæknifólk okkar nú smíðað viðbót við SMS kerfi Símans sem hleypir SMS svikaskilaboðum ekki í gegn ef þau koma frá þriðja aðila sem þykist vera einhver annar. Einnig höfum við samið við erlenda aðila sem koma að SMS skilaboðum sem flæða til og frá landinu til að taka þátt í þessu með okkur, allt með öryggi viðskiptavina okkar að leiðarljósi.
Þannig hófst tilraunaverkefni með Landsbankanum í sumar þar sem aðeins Landsbankinn sjálfur getur sent SMS í gegnum kerfi Símans í sínu nafni, önnur skilaboð sem bera nafn bankans er vísað frá og þau berast aldrei í síma viðskiptavina Símans.
Svikaskilaboð sem þessi koma í hrinum og þannig stöðvaði þessi nýja virkni í SMS kerfi Símans 750 skilaboð í júlí sem þóttust vera Landsbankinn. Þau skilaboð bárust aldrei á leiðarenda heldur voru síuð frá og þannig kom kerfið í veg fyrir mögulega misnotkun persónuupplýsinga eða annarra viðkvæmra upplýsinga.
Síminn mun skoða áframhaldandi þróun á þessari nýju virkni, við höfum nú þegar hafið samstarf við alla stærstu banka landsins. Í framhaldinu bjóðum við fleiri aðilum aðgang að kerfinu og þannig aukum öryggi viðskiptavina bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.