Í fjórðu þáttaröðinni sjáum við hvernig eilífðar unglingurinn Vala finnur sig skyndilega með ungabarn á arminum og hring á fingri meðan Júlíana þarf að aðlaga lífið að nýjum veruleika hjá þeim Tomma í kjölfar gjaldþrots. Eins og áður taka þættirnir fyrir venjulega hluti úr daglegu lífi, þannig eiga áhorfendur auðvelt með að setja sig í spor sögupersónanna og hlæja og gráta með þeim í gegnum oft furðulegar leiðir þeirra til að leysa málin
„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá Venjulegt fólk slá íslandsmet. Aldrei áður hefur leikin þáttaröð farið í fjórar þáttaraðir, þrjár þáttaraðir var það mesta til þessa. Í ofanálag er byrjað að skrifa fimmtu þáttaröðina af Venjulegu fólki og þá er í skoðun að gera sérstaka jólaþætti af Venjulegu fólki eins og tíðkast oft erlendis. Það er því margt í gangi hjá þessum góða hópi listafólks sem kemur að þáttunum.“
Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Símans