Áhorfendur virðast því ekki fá nóg af Völu og Júlíönnu ásamt því að Halldóra Geirharðsdóttir og Pétur Jóhann Sigfússon eru senuþjófar í hlutverkum sínum í þessari nýjustu þáttaröð. Venjulegt fólk eru grínþættir með dramatísku ívafi sem fjalla um vinkonurnar Völu og Júlíönnu sem hafa verið vinkonur frá því í menntaskóla. Fjallað er á gamansaman hátt um hæðir þeirra og lægðir í lífinu, gleðinni sem og þeim áföllum sem upp koma. Fjármál vinkvennanna eru ólík, sem býr til spennu á milli þeirra og setur mögulega vinskap þeirra í uppnám. Skipta peningar virkilega svona miklu máli?
„Okkur þykir óskaplega vænt um viðtökurnar og það segir okkur að áskrifendur okkar eru sólgnir í vandaða íslenska dagskrárgerð,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
„Heimili landsins eru að kalla eftir fjölskylduvænu og fjölbreyttu afþreyingarefni. Því kalli höfum við reynt að svara eftir bestu getu og höfum sett inn fjölbreytt og vandað sjónvarpsefni sem aldrei fyrr. Við sjáum það á viðtökunum en Venjulegt fólk sem dæmi hefur verið spilað um 200.000 sinnum á einni viku. Áhorfið á Helga Björns á laugardagskvöldum hefur ríghaldið, vinsældir sem okkur óraði ekki fyrir og það er óhætt að segja að Enski boltinn hafi snúið aftur með hvelli. Við erum þakklát fyrir að fá leyfi til að sjónvarpa öllum leikjum í beinni útsendingu þessa fyrstu mánuði á nýju keppnistímabili,” bætir Pálmi við að lokum.