Verðbreytingar hjá Símanum 1. október 2021
Reykjavík 1. september 2021
Þann 1. október 2021 mun Síminn breyta verðum á nokkrum vörum.
Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi. Viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði er heimilt að segja upp þjónustu sinni án skaðabóta sætti þeir sig ekki við þessar breytingar.
Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 8007000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
Upplýsingar um breytingar á vörum og skilmálum þeirra á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 800 4000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
FARSÍMI
Farsímaáskrift með 20 GB inniföldu gagnamagni verður að 25 GB áskrift. Verðið helst óbreytt.
Farsímaáskrift með 5 GB inniföldu gagnamagni mun lækka um 200 kr. ásamt því að innifalið gagnamagn verður aukið, 10 GB í stað 5 GB áður. Áskriftin mun kosta 2.500 kr í stað 2.700 kr.
Farsímaþjónustan Þrenna mun hækka um 200 kr. Þrenna með 10 GB inniföldu gagnamagni mun kosta 2.500 kr en Þrenna með 25 GB mun kosta 3.500 kr. eftir að breytingarnar taka gildi.
SNJALLARI BÍLAR
Snjallari bílar þjónustan mun hækka um 200 kr. og mun því kosta 2.500 kr. eftir að breytingin tekur gildi. Snjallari bílar áskrift með búnaði mun þá kosta 3.500 kr. eftir breytinguna.