Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi. Viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði er heimilt að segja upp þjónustum sínum án skaðabóta sætti þeir sig ekki við þessar verðbreytingar.
Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustum sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 8007000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
SJÓNVARP
Efnisveitan Sjónvarp Símans Premium hækkar um 500 kr. og mun kosta 6.500 kr. Aðgangur að sjónvarpsþjónustu Símans í gegnum myndlykil mun lækka um 200 kr. og þannig kosta 2.000 kr. eftir breytingar. Síminn Sport lækkar um 1.000 kr. og mun því kosta 3.500 kr.
HEIMILISPAKKI
Heimilispakki Símans mun hækka um 500 kr. og mun því kosta 15.500 kr. í stað 15.000 kr.
Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 800-4000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Nánara yfirlit yfir þær verðbreytingar sem taka gildi þann 1. september 2020 má sjá hér.