Þær samskiptaleiðir sem standa viðskiptavinum Símans til boða hafa aldrei verið fleiri. Spjallmennið Sísí bættist við flóruna nýverið og hún hefur staðið sig eins og hetja enda er Sísí á vaktinni allan sólarhringinn og getur svarað ótrúlega fjölbreyttum fyrirspurnum.
Mikil aukning hefur verið á notkun netspjalls á siminn.is síðustu 12 mánuði og höfum við því ákveðið að efla netspjallið enn frekar. Þannig mun einstaklingsráðgjöf frá 16. nóvember vera til staðar á netspjallinu frá kl. 9:00 - 20:00 á virkum dögum en frá kl. 11:00 til 19:00 um helgar. Símtölum í 800 7000 er svarað til kl 17 virka daga en aðeins netspjall er í boði um helgar eða senda okkur fyrirspurnir í gegnum vefinn okkar siminn.is sem við kappkostum að svara samdægurs sé þess kostur.
Við hvetjum viðskiptavini Símans til að ná í Síma appið en þar má skoða og breyta mörgu er varðar þjónustu Símans ásamt því að þjónustuvefur Símans er alltaf opinn.