Það kemst fátt annað að í Bretlandi og Bandaríkjunum þessa dagana en fyrsta stóra sjónvarpsviðtal Harry Bretaprins og Meghan Markle síðan hjónakornin afsöluðu konunglegum skyldum sínum.
Drottning sjónvarps, sjálf Oprah Winfrey tekur viðtalið við Harry og Meghan þar sem Oprah ræðir á einlægan hátt við þau um konungsfjölskylduna, hjónabandið, móðurhlutverkið og flutning fjölskyldunnar til Bandaríkjanna.
Þátturinn verður endursýndur í Sjónvarp Símans fimmtudaginn 11. mars kl. 21:25.