Tilbaka
Tilbaka

Uppsetning á hvítum Sagemcom beini

Í kassanum eru eftirfarandi hlutir

  • Beinir
  • Netsnúra
  • Straumbreytir
  • Símasnúra
  • Wi-Fi upplýsingaspjald

Tæknilegar upplýsingar

Grænt ljós
Tenging komin á og allt virkar eðlilega
Rautt blikkandi ljós
Vandamál í uppsetningu á beini. Vinsamlegast hafðu samband við 550 6000.
Rafmagn komið á
Búnaðurinn hefur náð miðlægu sambandi
Wi-Fi virkar
Internet samband komið á
Heimasími virkjaður

Að tengja beininn

1

2

3

4

5

6

1.

Tengdu beininn við netið

Ljósleiðari

Ef þú ert að tengja beininn við ljósleiðara skal tengjanetsnúru á milli ljósbreytu og rauða tengilsins á beini. Ekki þarf að tengja gráu símasnúruna yfir í veggtengil.

Ljósnet/ADSL

Tengdu símasnúru úr gráa hólfinu í veggtengil eða splitter ef hann er til staðar.

2.

Tengdu beininn í samband við rafmagn

Tengdu straumbreytinn við beininn og settu í samband.Ýttu á rafmagnsrofann á beininum.

3.

Tengdu tölvu við beininn

Tengjast þráðlaust

WiFi upplýsingaspjald fylgdi með beininum þar sem framkemur nafn á þráðlausa netinu og lykilorð.

Tengjast tölvu eða myndlykli með snúru

Tengdu netsnúru úr tölvu eða myndlyklií eitt af gulu hólfunum.

1.

Tengdu beininn við netið

Ljósleiðari

Ef þú ert að tengja beininn við ljósleiðara skal tengjanetsnúru á milli ljósbreytu og rauða tengilsins á beini. Ekki þarf að tengja gráu símasnúruna yfir í veggtengil.

Ljósnet/ADSL

Tengdu símasnúru úr gráa hólfinu í veggtengil eða splitter ef hann er til staðar.

2.

Tengdu beininn í samband við rafmagn

Tengdu straumbreytinn við beininn og settu í samband.Ýttu á rafmagnsrofann á beininum.

3.

Tengdu tölvu við beininn

Tengjast þráðlaust

WiFi upplýsingaspjald fylgdi með beininum þar sem framkemur nafn á þráðlausa netinu og lykilorð.

Tengjast tölvu eða myndlykli með snúru

Tengdu netsnúru úr tölvu eða myndlyklií eitt af gulu hólfunum.

Aðgangur að viðmóti beinis

Ef þú vilt gera breytingar í stillingum tengir þú tölvu við beininn og ferð á slóðina 192.168.1.254. Til þess að gera breytingar þarf að skrá sig inn með notendanafni og aðgangskóða (Access Key). Notendanafnið er admin og aðgangskóðann geturðu séð á bakhlið beinis undir Access Key. Hægt er t.d. að breyta nafninu á þráðlausa netinu sem og lykilorði þess.

Tenging heimasíma

Heimasími tengdur við beini (VoIP)
Tengdu símasnúru úr heimasímanum yfir í annað grænahólfið á ­beininum. Næst þarf að virkja heimasímann og erþað gert með því að hringja í númerið 800 5550.

Vantar þig frekari aðstoð?

Ef þú verður netlaus getur verið gott að endurræsa beininn. Ýttu á ­rafmagnsrofann og hafðu slökkt á beini í rúmlega 30 sekúndur og kveiktu svo aftur á beininum.

Hafðu samband
Þjónustuver 550 6000
Spjalla við Sísí
Vantar þig frekari aðstoð?