Áherslur Símans í sjálfbærni ganga út á að tengja kjarnann í starfsemi okkar við ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Síminn leggur áherslu á arðbæran rekstur og að umgangast umhverfið og samfélagið af virðingu. Þessi áhersla felur í sér lagalega, efnahagslega og siðferðislega ábyrgð. Hér er sjálfbærniskýrsla Símans fyrir árið 2021. Mælaborðið tekur fyrir þá þætti sem tilgreindir eru í UFS leiðbeiningum Nasdaq.
Síminn er fjarskiptafyrirtæki sem á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Síminn er sveigjanlegt félag sem hefur frá stofnun lagt áherslu á nýjustu tækni og nýsköpun í þjónustu sinni við heimili, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Fyrirtækið selur bæði vörur og þjónustu til neytenda og eru viðskiptavinir um það bil 110 þúsund talsins. Síminn er í senn rekstrarfélag á sviði fjarskipta og tengdrar starfsemi og eigandi þriggja dótturfélaga: Mílu, Radíómiðunar og Síminn Pay. Farsími, fastlína, internet og sjónvarp eru fjórar helstu vörur Símans á smásölumarkaði.
Tæpur helmingur heimila landsins er með fastlínunettengingu hjá Símanum og um tæp 37% farsímanotenda eru hjá fyrirtækinu. Þá eru um 64% notenda gagnvirks sjónvarps á Íslandi hjá Símanum. Míla á og rekur umfangsmesta fjarskiptanet landsins og Radíómiðun hefur um árabil gegnt lykilhlutverki í innleiðingu nýrra fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í samstarfi við Símann. Síminn Pay býður upp á greiðslulausnir og lán undir vörumerkinu Síminn Pay. Þjónustan er í boði fyrir alla óháð fjarskiptafyrirtæki og banka.
Í umhverfi sem einkennist af stöðugri þróun og síbreytilegum þörfum viðskiptavina hefur félagið sett sér það hlutverk að skapa viðskiptavinum sínum tækifæri með því að vera leiðandi í stafrænum lausnum, með framsækni og einfaldleika að leiðarljósi. Stöðug uppfærsla á viðskipta- og framleiðsluferlum ásamt áframhaldandi þróun stafrænna lausna skilar viðskiptavinum skýrum ávinningi samhliða betri nýtingu rekstrarfjármuna. Með stefnu um sjálfbærni vinnur félagið einnig að sameiginlegum ávinningi fyrir starfsfólk, viðskiptavini, umhverfið og aðra hagaðila félagsins.
Félagið er skráð á aðallista NASDAQ OMX Iceland og er eignarhald mjög dreift. Sjálfbærni félagsins
Síminn er leiðandi fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Við teljum það ábyrgð okkar að starfsemi fyrirtækisins og þjónusta skili sér í sem mestum ávinningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, umhverfið og samfélagið allt.
Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum.
Áherslur Símans í sjálfbærni ganga út á að tengja kjarnann í starfsemi okkar við ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Síminn leggur áherslu á arðbæran rekstur og að umgangast umhverfið og samfélagið af virðingu. Þessi áhersla felur í sér lagalega, efnahagslega og siðferðislega ábyrgð.
Síminn gerir sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem fyrirtæki hafa er kemur að umhverfismálum og loftlagsbreytingum. Síminn hefur skilgreint tvo megin áhættuþætti í umhverfismálum sem tengjast starfsemi félagsins, þ.e. virðiskeðjuáhrif og notkun náttúruauðlinda. Síminn er staðráðinn í að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins og stefnir að því að koma á fót umhverfisstjórnunarkerfi sem mun tryggja betri yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda.
Í þeirri stafrænu umbreytingu sem Síminn tekur þátt í, er markmiðið að skapa betri og samtengdari samfélög. Þess vegna viljum við stuðla að auknum fjölbreytileika og betri þjálfun vinnuafls. Við viljum tryggja heilsu, vellíðan og lífsgæði jafnt innan sem utan Símans. Að auki leggjum við áherslu á sanngjarna aðfangakeðju. Það er trú Símans að góð forysta og ábyrgir stjórnarhættir, einkum er varðar netöryggi, siðferði og yfirsýn stjórnenda sem og framlagi til hagkerfisins séu lykilinn að sjálfbærum og farsælum rekstri.
Stjórn Símans ber ábyrgð á að samþykkja og viðhalda skuldbindingum Símans samkvæmt sjálfbærnistefnu félagsins. Framkvæmdastjórn Símans ber ábyrgð á innleiðingu stefnunnar í daglegum rekstri og að til staðar sé aðgerðaáætlun sem byggir á stefnu félagsins í sjálfbærni. Framkvæmdastjórn ber einnig ábyrgð á að árangur náist í samræmi við aðgerðaráætlun, ásamt því að skýrsla um árangur í átt til aukinnar sjálfbærni sé gerð árlega.
Síminn er meðvitaður um þau umhverfisáhrif sem fjarskiptaiðnaðurinn hefur í för með sér enda felur reksturinn í sér nokkra auðlinda- og orkunotkun tengt notkun og förgun á búnaði og tækjum sem notuð eru í starfsemi félagsins sem og hýsingu gagna í gagnaverum. Eðli starfseminnar kallar að auki á umtalsverðan akstur og flutning á búnaði vegna viðhalds og lagningu fjarskiptaneta.
Síminn hefur skilgreint tvo meginþætti í umhverfismálum sem tengjast starfsemi félagsins, þ.e. virðiskeðjuáhrif og notkun náttúruauðlinda og er það sýn Símans að eftirfarandi atriði eigi við starfsemi Símans í heild. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.
**Minni losun á árinu 2021 skýrist að hluta til vegna þess að samstæðan inniheldur ekki lengur fyrirtækið Sensa sem var 5% af heildarlosun ársins 2020.
Áherslur Símans í félagslegum þáttum eru nátengdar áherslum Símans í mannauðs- og jafnréttismálum. Í þeirri stafrænu umbreytingu sem samfélagið er að ganga í gegnum liggja tækifæri fyrir Símann að vera hreyfiafl til góðra verka.
Síminn er með virka mannauðs- og jafnréttisstefnu sem stuðla á að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða lífsstíl. Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í lok árs 2018, fyrst íslenskra fjarskiptafélaga og var sú vottun endurnýjuð árið 2021. Árið 2019 tók Síminn þátt í Jafnréttisvísi Capacent sem leiddi til ýmissa umbótaverkefna á sviði jafnréttismála og stefnir Síminn á að jafna kynjahlutföll í öllum skipulagseiningum Símans sem og í stjórnendahópi Símans. Árið 2021 gaf Síminn út samskiptasáttmála sem á að vera starfsfólki leiðarljós í samskiptum sín á milli.
Með siðareglum birgja sem gefnar voru út árið 2021 og grænni innkaupastefnu leggur Síminn áherslu á sanngjarna og umhverfisvæna aðfangakeðju.
Símanum er umhugað um að eiga góð tengsl við nærsamfélagið. Liður í því er skýr stefna í styrktarmálum. Á árinu 2021 var styrktarstefna Símans endurskoðuð og samræmd við sjálfbærnistefnu félagsins.
Með þessu vill Síminn stuðla að auknum fjölbreytileika, betri þjálfun vinnuafls, stuðla að virðingu í samskiptum, tryggja vellíðan og aukin lífsgæði bæði jafnt innan sem og utan Símans. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.
**Breytingar á kynjahlutföllum stjórnenda skýrist að hluta af brotthvarfi Sensa á árinu.
Síminn leggur áherslu á góða forystu og stjórnarhætti og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6.útgáfu frá árinu 2021. Stjórnarhættir hjá Símanum markast einnig af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar, siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.
Netöryggi er órjúfanlegur þáttur í starfsemi Símans og er vernd gagna og persónuupplýsinga því ávallt í fyrirrúmi. Síminn er með virka upplýsingaöryggisstefnu sem styður við samfelldan rekstur og þjónustu. Með vottuðu upplýsingaöryggiskerfi (ISO 27001) lágmarkar Síminn rekstraráhættu og hámarkar öryggi upplýsinga í eigu eða umsjón félagsins. Með virkri persónuverndarstefnu leggur Síminn jafnframt áherslu að gæta friðhelgi einkalífs, jafnt starfsfólks sem og viðskiptavina.
Hjá Símanum er í gildi gæðastefna. Með henni er lögð áhersla á að félagið vinni að stöðugum umbótum, lágmarki sóun og auki gæði starfseminnar, starfsfólki og samfélaginu til hagsbóta.
Með siðareglum og verklagsreglu um vernd uppljóstrara er einnig stuðlað að ábyrgum stjórnarháttum hjá félaginu. Hér á eftir má sjá skilgreindar megináhættur í starfsemi Símans ásamt markmiðum og árangri á árinu 2021.