Ókeypis tól sem veita yfirsýn yfir skjánotkun
Finndu þína leið
Farsímaleiðir sem henta öllum í fjölskyldunni.
iPhone eða Android?
Skiptir engu, foreldrastýringar eru til fyrir bæði stýrikerfin. Apple Family Sharing fyrir Apple tæki og Google Family Link fyrir Android tæki. Þær eru báðar ókeypis, einfaldar í notkun og gefa góða yfirsýn. Þó er mikilvægast af öllu finnst okkur að taka samtalið um ábyrga netnotkun og hvað beri að varast á netinu.
Stýrum skjátímanum
Einfalt er að stýra hversu mikinn skjátíma barnið fær og þannig setja mörk. Þegar tíminn er liðinn hættir allt að virka en þó er hægt að stilla að sími barnsins geti t.d. hringt og sent skilaboð í mömmu og pabba. Og ef bæta þarf við smá meiri tíma er það lítið mál.
Gerum snjalltækið öruggara
Við mælum með að virkja sjálfvirkar síur sem loka á óæskilegt efni. Einfalt er að bæta við öðrum heimasíðum sem að við viljum að séu einnig óaðgengilegar. Einnig er hægt að stilla snjalltækið þannig að samþykki foreldra þurfi til að ná í öpp, það er þá þitt val að samþykkja eða að hafna.
Nánar um síur á Apple tækjum
Nánar um síur á Google Family Link (android / Crome)
Ertu á leiðinni?
Hægt er að sjá staðsetningu snjalltækisins og þannig hægt að sjá með einföldum hætti hvar tækið er staðsett. Sem er frábært ef síminn gleymist í heimsókn hjá vin eða til að sjá hvort að barnið þitt er lagt af stað heim í kvöldmat.
Deila staðsetningu með Apple tækjum
Deila staðsetningu á Family link (Android)