Ég er í farsímaáskrift. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Þú notar innifaldar mínútur og sms þegar þú ert í útlöndum og ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan RE landa. Ef þú ert í áskriftarleið með engri innifaldri notkun er greitt samkvæmt verðskrá áskriftarleiðar.

Takmarkanir eru á hversu mikið gagnamagn má nota og fer það eftir áskriftarleið. Ef innifalið gagnamagn klárast þegar viðskiptavinur er staddur í erlendu neti er gjaldfært 0,28 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1024 MB kosta 287 kr. Innifalið gagnamagn getur klárast á tvo vegu, með því að klára erlent gagnamagn eða innifalið gagnamagn í áskriftinni.

Ef þú ert í áskriftarleið með engu inniföldu gagnamagni er greitt 0,28 kr fyrir hvert 1 MB sem notað er erlendis.

Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 156 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi.

Sjá lista yfir áskriftir og innifalið gagnamagn í spurningunni
"Hvað er sanngjörn notkun (e. Fair use policy) ?"

Ávallt er hægt að sjá hversu mikið má nota erlendis í Símaappinu eða með því að hafa samband í Netspjalli eða 550-6000.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2