Allar ljósmyndaskrár úr iOS tækjum eru á forminu HEIC. Þegar Síminn Ský tekur afrit af ljósmyndunum úr iOS tæki þá vistast ljósmyndin sem HEIC skrá svo að engin myndgæði tapist við vistunina. Til að skoða HEIC skrá í Windows tölvu þarf að ná í HEVC viðbótina í Microsoft store. Viðbótin er gjaldfrjáls og er auðfundin með hjálp Google.