Ég fékk tölvupóst um að Síminn Ský reikningurinn minn sé óvirkur og verði lokað. Hvað geri ég?

Síminn áskilur sér rétt til að segja upp og loka óvirkum reikningum. Óvirkur reikningur er sá sem er í fríáskrift og hefur verið án hreyfinga í 12 mánuði þ.e. ef notandi hefur ekki skráð sig inn, hefur ekki deilt gögnum eða hefur ekki breytt gögnum (bætt við, breytt eða eytt) í tólf mánuði. Er þá reikningnum lokað og hefst þá 30 daga lokunartímabil. Notandi hefur þá 30 daga áður en öllum gögnum er eytt.  

Ef notandi fær tölvupóst um að reikningur sé orðinn óvirkur og verði lokað en vill halda reikning opnum þá þarf hann bara að skrá sig inn. Þá virkjast reikningurinn aftur að fullu.  

Ef notandi vill að reikningurinn lokist þá gerir hann ekki neitt.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.