Ef þú telur þig ekki vera að finna einhver gögn sem þú telur þig hafa vistað í Síminn Ský þá er fyrsta skref að prófa að skrá þig inn á Síminn Ský.
Ef gögnin eru á vefnum en ekki í símanum þínum þá ættu þau að birtast fljótlega í símanum þínum.
Ef þú sérð gögnin ekki á vefnum né í símanum þínum þá hefurðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna gögnin.