Ég næ ekki að virkja Úræði, hvað á ég að gera?

Mismunandi villu skilaboð geta komið upp, við viljum leysa þau með þér. 
Ef að fyrirtæki eða annar aðili er rétthafi eða aðalgreiðandi á farsímanúmerinu þá getur þú ekki skráð þig fyrir Úræði, til að framkvæma rétthafabreytingu getur þú sent rafræna rétthafabreytingu hér: https://www.siminn.is/adstod/eydublod. Ef þú þarft að breyta aðalgreiðenda þá getur þú sent okkur tölvupóst á radgjof@siminn.is.

Ef að númerið þitt er í frelsi (Almennt Frelsi, Þrennu og Krakkakorti) þá getur þú ekki fengið Úræði að svo stöddu.

Sum Apple Watch úr sem eru keypt í Bandaríkjunum eru með lokað fyrir notkun í Evrópu.

Við bendum þér á að heyra í þjónustufulltrúum okkar ef að þú ert að lenda í vandræðum með skráningu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2