Vegna kostnaðar við gagnanotkun erlendis þurfa viðskiptavinir með netlyklaáskrift (eftirágreidda þjónustu) að óska sérstaklega eftir því að láta opna fyrir notkun. Öll skilaboð munu berast í hugbúnaðinn sem fylgir netlyklinum. Hægt er að hringja í þjónustuver, fyrirtækjaráðgjöf eða fara í verslun Símans og láta opna fyrir möguleika á notkun erlendis.
Við mælum með því að þú kannir hvort hægt sé að kaupa fyrirframgreitt NetFrelsi í því landi sem þú dvelur.