Get ég tekið myndlykilinn með mér í fríið?
Já, þú getur tekið myndlykilinn með þér í fríið eða fengið aukamyndlykil fyrir sumarbústaðinn! Myndlykillinn getur tengst við þráðlaust net frá farsíma (e. hotspot) eða 4G/5G netbeini, þannig að þú getur tekið hann með þér hvert sem er.
Ef þú ert að fara erlendis þá virkar myndlykillinn í þeim löndum sem tilheyra EES samningnum en lokað er fyrir þjónustuna í öðrum löndum. Þetta gerum við þar sem rétthafar efnisins fara fram á það.