Hvað er eSIM og hvernig fæ ég eSIM hjá Símanum?

eSIM er rafrænt SIM kort sem er innbyggt í flestum nýjum snjalltækjum sem gerir okkur kleift að nota rafrænt SIM kort í stað þess að nota hefðbundið SIM kort eins og hefur verið notað frá upphafi farsímakerfisins. Síminn var fyrsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi að innleiða eSIM.

Þú parar einfaldlega áskrift þína hjá Símanum við eSIM kortið og nær allt virkar eðlilega.

Helstu kostir eSIM eru:

  • Umhverfisvænni kostur. Ekki þarf að fjöldaframleiða SIM kort úr plasti lengur.
  • Ekki er hægt að týna SIM kortinu, það er hluti af símanum þínum.
  • Hægt er að flytja sig á milli fjarskiptafyrirtækja án þess að skipta um SIM kort.
  • Hægt er að vera með tvö símanúmer í einum síma t.d. tvö eSIM kort eða eitt eSIM og annað hefðbundið SIM kort.

Helsti ókosturinn við eSIM eins og staðan er í dag er að þau styðja ekki rafræn skilríki. Með því að virkja eSIM verða rafrænu skilríkin þín óvirk. Hægt er að nota Auðkennis appið en þá þarf að virkja það áður en skipt er yfir í eSIM. Þó er hægt er að nota eSIM fyrir öll fjarskipti en annað hefðbundið SIM kort fyrir rafræn skilríki ef síminn þinn býður upp á slíka notkun.

Hægt er að sjá hvaða þjónustuaðilar styðja Auðkennis appið hérna.

Hægt er að fá eSIM í næstu verslun Símans. Síminn þinn leiðir þig svo í gegnum virkjunarferlið eftir að þú skannar QR kóðann sem fylgir með.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2