Hvað eru straumar og hvernig virka þeir?

Áskriftir að Sjónvarpi Símans byggjast straumum, en hver straumur gerir þér kleift að horfa á sjónvarpið í einu tæki í senn. Það gildir einu hvort það sé í myndlykli eða í appinu og þú getur bætt auka straumum við áskriftina þína hvenær sem þú vilt. Hámarksfjöldi strauma fyrir hverja áskrift eru fimm straumar.

Þú getur tengt ótakmarkaðan fjölda tækja við áskriftina þína, en fjöldi strauma takmarkar aðeins hve mörg tæki geta horft á sjónvarpið samtímis. Ef þú reynir að horfa á sjónvarpið í nýju tæki á meðan allir straumarnir eru í notkun færð þú valmöguleika um að bæta við þig auka straum eða slökkva á streymi í öðru tæki á sömu áskrift.

Það fylgir alltaf einn straumur með Sjónvarpi Símans, en með Þægilega pakkanum fylgja tveir og með Heimilispakkanum fylgja þrír straumar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2