Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða hefur verið stolið?

Ef þig grunar að símanum þínum hafi verið stolið eða að hann hafi glatast, þá skaltu hafa samband við þjónustuver Símans í síma 5506000 og tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila. Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í neyðarnúmerið 9077000 (+354 5509200 ef hringt er frá útlöndum) og lesa inn skilaboð hafir þú farsíma eða honum verið stolið.

Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Leitin kostar 4.900 kr. Við leitum eingöngu af símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur. Athugið að aðeins er leitað að því hvort farsími er í notkun á öðru númeri en ekki staðsetningu tækisins.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2