Hvað get ég gert ef síminn er týndur eða honum var stolið?

Ef síminn þinn týnist eða þig grunar að honum hafi verið stolið skaltu hafa samband við þjónustuver Símans í síma 5506000 eða á netspjallinu til að tilkynna það. Þá lokum við á allar hringingar úr símanum til að koma í veg fyrir að hann sé notaður af öðrum aðila.

Utan afgreiðslutíma er hægt að hringja í 5509200 og lesa inn skilaboð um hvers vegna þú viljir loka fyrir notkun á símanum.

Athugaðu að rafræn skilríki á númerinu afvirkjast ef því er lokað.

Ef símanum þínum hefur verið stolið og þú vilt panta leit á honum, þarftu að byrja á því að fá lögregluskýrslu og koma með hana í verslun Símans. Við leitum eingöngu að símum sem eru með skráða þjónustu hjá okkur og leitin er gjaldfærð samkvæmt verðskrá. Athugið að aðeins er leitað að því hvort farsími er í notkun á öðru númeri en ekki staðsetningu tækisins.

Við bendum einnig á að þú getur skráð þig inn á iCloud eða Google aðganginn þinn til að sjá hvar tækið þitt er staðsett og læsa því í gegnum netið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2