Hvað kostar að senda myndir eða video í útlöndum?
Þegar MMS skilaboð eða myndir eru sendar á samfélagsmiðla erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda MMS skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hinsvegar hægt að senda MMS úr íslensku númeri í erlend farsímanúmer.