Hvar get ég sett á hringiflutning úr heimasíma og hvað kostar það?

Að setja á hringiflutning

Á þjónustuvefnum getur þú valið um eftirfarandi símtalsflutninga:

  • Flutningur strax
  • Flutningur ekki svarað
  • Flutningur ef á tali

Fara á þjónustuvefinn

Þú getur einnig sett á hringiflutning í símanum sjálfum:

  • Hringiflutningur, allar hringingar. Sláðu inn *21*símanúmer#  - afvirkjun #21#
  • Hringiflutningur, ef ekki er svarað. Sláðu inn *61*símanúmer# - afvirkjun #61#
  • Hringiflutningur, frá síma sem er á tali. Sláðu inn  *69*símanúmer# - afvirkjun #69#
  • Ekki svarað eftir ákveðinn tíma. Sláðu inn  *61*símanúmer*tími#  - afvirkjun #61# - Tími eru þá eftir hversu margar sekúndur símtalið flyst.

Kostnaður

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr heimasíma fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr heimasíma í heimasíma eða í farsíma kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2