Hverjir geta skoðað gögnin mín sem ég vista í Síminn Ský?

Öll gögn sem þú vistar í Síminn Ský eru þín eign og eingöngu til skoðunar af þér. Annað fólk getur ekki skoðað né opnað þínar skrár nema þú viljandi deilir link/tengil á skrá eða deilir möppum með öðrum.  

Eins og hjá öðrum skýjaþjónustum á markaði, þá er Síminn með strangar reglur og tæknilegar aðgangsstýringar sem koma í veg fyrir aðgengi starfsmanna að innihaldi gagna sem vistuð eru í Síminn Ský.

Einungis eru örfáir starfsmenn Símans sem geta í undantekningartilfellum fengið aðgang að innihaldi þinna gagna. Einu tilfellin þar sem sá aðgangur er veittur er þegar 1) Síminn er lagalega krafinn um það, 2) þegar það er nauðsynlegt til að tryggja að öll kerfi og eiginleikar virki eins og þau eiga að gera (til dæmis til að lagfæra galla og bilanir sem koma upp) og 3) til að framfylgja skilmálum þjónustunnar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.