Hvernig fylli ég á Frelsi?

Með Símaappinu

Það er einfalt og auðvelt að kaupa inneign á Frelsisnúmerið þitt í gegnum Símaappið ef þú átt snjallsíma. Til þess þarftu ekki annað en að hafa skráð debet- eða kreditkortið þitt á þjónustuvefnum.

Sækja Símaappið fyrir Android.

Sækja Símaappið fyrir iOS.

Á Þjónustuvefnum

Það er einfalt að nota Þjónustuvef Símans. Þú skráir símanúmerið þitt í innskráningargluggann og færð lykilorð sent í símann. Þú þarft ekki að muna þetta lykilorð því þú færð sent nýtt í hvert skipti sem þú skráir þig inn.

Á Þjónustuvefnum velur þú „kaupa inneign“ og velur þá áfyllingu sem hentar þér. Við mælum með því að skrá greiðslukort á Þjónustuvefnum. Þá þarftu ekki að hafa kredit- eða debetkortið við hendina þegar þú fyllir á númerið næst hvort sem er í gegnum vefinn eða símann.

Skrá debet- eða kreditkort

Með tölvu eða spjaldtölvu

Á forsíðu siminn.is getur þú valið að fylla á Frelsi án þess að skrá þig sérstaklega inn á Þjónustuvefinn. Þú velur annaðhvort áfyllingu eða frábæra pakka sem henta þinni notkun. Einnig eru í boði gagnapakkar ef þú ferð oft á netið í símanum. Kaupa áfyllingu.

Hraðbankar

Þú getur fyllt á krónuáfyllingu fyrir Frelsi í hraðbönkum og netbönkum. Hægt er að kaupa netáfyllingar í appinu eða á þjónustuvefnum.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2