Hvernig set ég upp þráðlausan myndlykil í sumarbústaðnum?

  1. Staðsettu myndlykil sem næst beininum þínum eða símanum sem myndlykillinn á að tengjast við. Ef það er ekki nógu góð þráðlaus tenging milli myndlykils og netbúnaðar geta komið truflanir á útsendingunni.
  2. Byrjaðu á að tengja HDMI snúru milli myndlykilsins og sjónvarpsins.
  3. Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á rétta HDMI rás. Á flestum sjónvörpum stendur við HDMI tengið þar sem þú tengdir snúruna, númer hvað HDMI rásin er.
  4. Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
  5. Á skjánum mun koma tilkynning um að netsamband náist ekki og þarf þá að ýta á „Menu“ til að fara í stillingar á þráðlausu neti.
  6. Fylgdu leiðbeiningunum sem koma á skjáinn hvernig þú tengir myndlykilinn þráðlaust.

    Eftir stutta stund kemur upp viðmót Sjónvarps Símans.

Myndlykillinn aðlagar myndgæðin eftir því hversu hröð nettengingin er. Ef hraði fer niður á tengingunni þá minnka gæðin í kjölfarið, eins ef hraðinn eykst aukast gæðin á útsendingunni. Yfir gott netsamband getur streymið verið að nota allt að 2 GB af gagnamagni á klukkustund. Það er því mikilvægt að vera með rétta áskrift á netbúnaðinum.

Við mælum með að fylgjast vel með gagnamagnsnotkun þinni og breyta áskriftum ef þess þarf. Við mælum með því að tengja myndlykilinn í gegnum 4G búnað eins og 4G router eða slíkt, hægt er að skoða úrvalið sem er í boði hjá Símanum í vefverslun okkar.

Myndlykillinn styður Dolby hljómgæði, framleitt samkvæmt leyfi frá Dolby Laboratories. Dolby, Dolby Audio og tvöfalda D-táknið eru vörumerki Dolby Laboratories.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2