Hvernig skipti ég um rás á þráðlausu neti?

Áður en farið er af stað að breyta um tíðni mælum við með að finna út hver er besta tíðnin til að stilla beininn (e. router) þinn á. Það er hægt með ýmsum leiðum en við mælum helst með því að ná í app fyrir Android sem heitir Wifi Analyzer. Því miður er ekki til neitt app fyrir iOS tæki til að kanna stöðu á tíðnum.

Þegar búið er að ná í appið opnarðu það og ferð yfir á þennan skjá (sjá mynd að neðan). Þessi skjár sýnir allar tíðnir sem eru í boði og hvaða tíðni mælt er með að stilla búnað á. Við mælum þó ekki með að notast við tíðnir yfir 10 þar sem tæki geta lent í vandræðum með að tengjast á þær. Þegar þú hefur valið hvaða tíðni virkar best ferðu inn á beininn þinn og breytir um tíðni. Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú stillir tíðnina.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2