Hvernig skrái ég nýtt farsímanúmer?

Veldu Sími í leiðarkerfinu

Veldu Sími og svo Nýskrá GSM efst í leiðarkerfinu.

Veldu sími í leiðarkerfinu
Veldu sími í leiðarkerfinu

Skráðu nýtt númer

Ef starfsmaður er nú þegar með farsímanúmer þarf að haka við Nr. starfsmanns og símanúmerið skráð í reitinn Númer.

Ef það á að stofna nýtt farsímanúmer er slegið inn í reitinn Númer, þrír tölustafir að eigin vali eða úr númeraseríu fyrirtækisins. Þá birtisti listi af lausum farsímanúmerum.

Við mælum með því að skrá nafn starfsmanns í reitinn Lýsing. Því næst er valinn viðskiptareikningur (eða búinn til nýr), slegið inn Númer SIM korts (eða beðið um að fá sent SIM kort með pósti). Því næst er valin Áskriftarleið og Halda áfram.

Dæmi:

Nýskráning
Nýskráning

Auka þjónusta og/eða skipta greiðslum

Ef það á að bæta við aukaþjónustu er næst ýtt á plúsinn, valin þjónusta og Vista breytingar.

Dæmi:

Aukaþjónusta
Aukaþjónusta

Ef það á að skipta greiðslum á milli fyrirtækis og starfsmanns er valið tannhjólið. Til að skipta greiðslum, er kennitala starfsmanns sem á að greiða fyrir þjónustuna slegin inn í reitinn Nýr greiðandi. Sú þjónusta sem starfsmaðurinn á að greiða fyrir er valin með því að haka í punktinn hægra megin, undir nafni starfsmannsins.

Dæmi:

Aukaþjónusta
Aukaþjónusta

Velja Halda áfram og svo Vista breytingar.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2